Fer frá Arsenal í sumar

Jorginho með boltann.
Jorginho með boltann. AFP/Adrian Dennis

Ítal­inn Jorg­in­ho mun fara frá enska knatt­spyrnu­fé­lag­inu Arsenal og ganga í raðir Flamengo í Bras­il­íu í sum­ar á frjálsri sölu. 

Fé­laga­skipta­sér­fræðing­ur­inn Fabrizio Romano seg­ir frá en Jorg­in­ho, sem er 33 ára gam­all, er vara­fyr­irliði Arsenal og gekk í raðir fé­lags­ins í janú­ar 2023. 

Jorg­in­ho hef­ur verið í miklu leiðtoga­hlut­verki hjá Arsenal og oft spilað í stærstu leikj­um liðsins. 

Hann gekk í raðir Arsenal frá Chel­sea en hjá Chel­sea var hann í fimm ár og vann meðal ann­ars Meist­ara­deild­ina. 

Hann á þá að baki yfir 50 leiki fyr­ir ít­alska landsliðið og varð Evr­ópu­meist­ari árið 2021. Jorg­in­ho fædd­ist og ólst upp í Bras­il­íu og þekk­ir því vel til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert