Ítalinn Jorginho mun fara frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal og ganga í raðir Flamengo í Brasilíu í sumar á frjálsri sölu.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá en Jorginho, sem er 33 ára gamall, er varafyrirliði Arsenal og gekk í raðir félagsins í janúar 2023.
Jorginho hefur verið í miklu leiðtogahlutverki hjá Arsenal og oft spilað í stærstu leikjum liðsins.
Hann gekk í raðir Arsenal frá Chelsea en hjá Chelsea var hann í fimm ár og vann meðal annars Meistaradeildina.
Hann á þá að baki yfir 50 leiki fyrir ítalska landsliðið og varð Evrópumeistari árið 2021. Jorginho fæddist og ólst upp í Brasilíu og þekkir því vel til.