Man ekki eftir leik sem hann spilaði

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Oli Scarff

Trent Al­ex­and­er-Arnold man ekki eft­ir leik Li­verpool gegn Manchester United sem endaði með jafn­tefli, 2:2, í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í janú­ar á þessu ári. 

Tel­egraph seg­ir frá en blaðamaður miðils­ins Chris Bascom­be seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir því frá innsta hring leik­manns­ins. 

Al­ex­and­er-Arnold er á för­um frá Li­verpool í sum­ar en hann er upp­al­inn hjá fé­lag­inu og vann tvo Eng­lands­meist­ara­titla sem og Meist­ara­deild­ina. Mun hann að öll­um lík­ind­um ganga til liðs við Evr­ópu­meist­ara Real Madrid. 

Fyrsti leik­ur eft­ir að Real bauð í hann

Al­ex­and­er-Arnold var harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir frammistöðu sína gegn United í janú­ar en jafn­teflið var slæmt á þeim tíma, en hafði síðan enga þýðingu þegar leið á tíma­bilið. 

Leik­ur­inn var sá fyrsti eft­ir að Real Madrid bauð Li­verpool 20 millj­ón­ir punda til að fá hann strax í janú­ar frek­ar en á frjálsri sölu, líkt og mun ger­ast í sum­ar. 

Sam­kvæmt Tel­egraph var hug­ur­inn hjá Al­ex­and­er-Arnold allt ann­ars staðar en á vell­in­um þann dag­inn og á hann ekki að hafa munað eft­ir nein­um sem tengd­ist leikn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert