Vilja verða eitt besta félag Evrópu

Leedsarar vilja verða eitt besta félag Evrópu.
Leedsarar vilja verða eitt besta félag Evrópu. AFP/Oli Scarff

Leeds, sem vann ensku B-deild karla í knatt­spyrnu á dög­un­um, vill verða eitt besta fé­lag í allri Evr­ópu sam­kvæmt for­manni fé­lags­ins Para­ag Mar­at­he. 

Leeds­ar­ar verða í ensku úr­vals­deild­inni í haust en liðið féll árið 2023 og var því aft­ur tvö tíma­bil í B-deild­inni. 

Mark­mið Leeds eru þó há­leit og vill fé­lagið verða í fremsta flokki í Evr­ópu sam­kvæmt for­mann­in­um en þessi orð lét hann falla við fögnuð leik­manna og stuðnings­manna.

Leeds hef­ur styrkt sig í fé­laga­skipta­glugg­un­um síðustu ár og gæti því stórt sum­ar verið í vænd­um.

Leeds var í hópi sterk­ustu liða Evr­ópu á ár­un­um 1967 til 1975 en þá varð það tvisvar ensk­ur meist­ari, vann Borga­keppni Evr­ópu, sem síðan varð UEFA-bik­ar­inn, árin 1968 og 1971, tapaði úr­slita­leikn­um í Evr­ópu­keppni bik­ar­hafa árið 1973 og úr­slita­leikn­um í Evr­ópu­keppni meist­araliða árið 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert