Arne Slot, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Liverpool, segir að Trent Alexander-Arnold muni ekki vera í byrjunarliðinu í stórleiknum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Alexander-Arnold tilkynnti í byrjun vikunnar að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Liverpool og hefur hann samkvæmt Sky Sports samþykkt munnlega að ganga í raðir Real Madríd.
„Conor Bradley mun byrja leikinn. Hann þarf spiltíma til þess að vera betur undirbúinn fyrir næsta tímabil,“ sagði Slot á fréttamannafundi í dag.
Alexander-Arnold og Bradley leika báðir í stöðu hægri bakvarðar.