Alexander-Arnold byrjar ekki gegn Arsenal

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Oli Scarff

Arne Slot, knatt­spyrn­u­stjóri Eng­lands­meist­ara Li­verpool, seg­ir að Trent Al­ex­and­er-Arnold muni ekki vera í byrj­un­arliðinu í stór­leikn­um gegn Arsenal í ensku úr­vals­deild­inni á sunnu­dag.

Al­ex­and­er-Arnold til­kynnti í byrj­un vik­unn­ar að hann myndi ekki skrifa und­ir nýj­an samn­ing við Li­verpool og hef­ur hann sam­kvæmt Sky Sports samþykkt munn­lega að ganga í raðir Real Madríd.

„Con­or Bra­dley mun byrja leik­inn. Hann þarf spil­tíma til þess að vera bet­ur und­ir­bú­inn fyr­ir næsta tíma­bil,“ sagði Slot á frétta­manna­fundi í dag.

Al­ex­and­er-Arnold og Bra­dley leika báðir í stöðu hægri bakv­arðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert