Fjórir reyndir leikmenn karlaliðs West Ham United í knattspyrnu munu róa á önnur mið í sumar þegar samningar þeirra renna sitt skeið.
Um er að ræða enska sóknarmanninn Danny Ings, enska vinstri bakvörðinn Aaron Cresswell, pólska markvörðinn Lukasz Fabianski og tékkneska hægri bakvörðinn Vladimír Coufal.
Ings er 32 ára, Cresswell er 35 ára, Fabianski er fertugur og Coufal er 32 ára.
Af fjórmenningunum var Cresswell lengst á mála hjá Hömrunum, eða allt frá árinu 2014.