Fjórir reynsluboltar halda á brott

Danny Ings, til hægri, er einn af fjórum leikmönnum West …
Danny Ings, til hægri, er einn af fjórum leikmönnum West Ham sem yfirgefa félagið í sumar. AFP/Darren Staples

Fjór­ir reynd­ir leik­menn karlaliðs West Ham United í knatt­spyrnu munu róa á önn­ur mið í sum­ar þegar samn­ing­ar þeirra renna sitt skeið.

Um er að ræða enska sókn­ar­mann­inn Danny Ings, enska vinstri bakvörðinn Aaron Cresswell, pólska markvörðinn Lukasz Fabianski og tékk­neska hægri bakvörðinn Vla­dimír Coufal.

Ings er 32 ára, Cresswell er 35 ára, Fabianski er fer­tug­ur og Coufal er 32 ára.

Af fjór­menn­ing­un­um var Cresswell lengst á mála hjá Hömr­un­um, eða allt frá ár­inu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert