Arsenal nær samkomulagi við Spánverjann

Martin Zubimendi, t.h., í baráttu við tvo leikmenn Real Madrid.
Martin Zubimendi, t.h., í baráttu við tvo leikmenn Real Madrid. AFP/Javier Soriano

Spán­verj­inn Mart­in Zu­bim­endi er bú­inn að ná sam­komu­lagi við enska knatt­spyrnu­fé­lagið Arsenal. 

Fé­laga­skipta­sér­fræðing­ur­inn Fabrizio Romano seg­ir frá en Zu­bim­endi verður fyrsti leikmaður­inn sem Arsenal fær í sín­ar raðir í sum­ar. 

Zu­bim­endi er leikmaður Real Sociedad, sem er upp­eld­is­fé­lag hans, en hann neitaði til­boði Eng­lands­meist­ara Li­verpool í fyrra­sum­ar. 

Zu­bim­endi er 26 ára gam­all miðjumaður sem hef­ur spilað 44 leiki fyr­ir Real Sociedad á tíma­bil­inu. Þá á hann 17 lands­leiki fyr­ir Spán og varð Evr­ópu­meist­ari í Þýskalandi í fyrra. 

Real Madrid var einnig sagt hafa áhuga á Spán­verj­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert