Spánverjinn Martin Zubimendi er búinn að ná samkomulagi við enska knattspyrnufélagið Arsenal.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá en Zubimendi verður fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal fær í sínar raðir í sumar.
Zubimendi er leikmaður Real Sociedad, sem er uppeldisfélag hans, en hann neitaði tilboði Englandsmeistara Liverpool í fyrrasumar.
Zubimendi er 26 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 44 leiki fyrir Real Sociedad á tímabilinu. Þá á hann 17 landsleiki fyrir Spán og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í fyrra.
Real Madrid var einnig sagt hafa áhuga á Spánverjanum.