Forest missti dýrmæt stig – Tottenham tapaði

Anthony Elanga sóknarmaður Nottingham Forest með mögnuð tilþrif við mark …
Anthony Elanga sóknarmaður Nottingham Forest með mögnuð tilþrif við mark Leicester í dag. AFP/Justin Tallis

Nott­ing­ham For­est tapaði dýr­mæt­um stig­um á heima­velli í dag í harðri bar­áttu um sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu í fót­bolta. For­est tók þá á móti föllnu liði Leicester og mátti gera sér að góðu jafn­tefli, 2:2.

For­est er því áfram í 7. sæti með 62 stig þegar tvær um­ferðir eru eft­ir en fimm efstu liðin kom­ast í Meist­ara­deild­ina. Arsenal með 67, Newcastle með 66, Manchester City með 65, Chel­sea með 63 og Ast­on Villa með 63 stig berj­ast einnig um að fylgja meist­ur­um Li­verpool þangað.

Con­or Coa­dy kom Leicester yfir á 16. mín­útu en Morg­an Gibbs-White jafnaði fyr­ir For­est níu mín­út­um síðar.

Gibbs-White lagði síðan upp mark fyr­ir Chris Wood á 56. mín­útu, 2:1, en Facundo Bu­ona­notte jafnaði met­in fyr­ir Leicester, 2:2, á 81. mín­útu.

Totten­ham tapaði líka á heima­velli, 2:0 fyr­ir Crystal Palace. Eb­erechi Eze skoraði bæði mörk Palace á 45. og 48. mín­útu en liðið er í 12. sæti deild­ar­inn­ar og ljóst að það end­ar ekki neðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert