Tveir mánuðir án sigurs

Rúben Amorim og lærisveinar hans hafa staðið sig afleitlega í …
Rúben Amorim og lærisveinar hans hafa staðið sig afleitlega í ensku úrvalsdeildinni. AFP/Oli Scarff

Manchester United hef­ur ekki unnið leik í tvo mánuði í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu. 

United-liðið tapaði fyr­ir West Ham, 2:0, á Old Trafford í Manchester í gær og er í 16. sæti deild­ar­inn­ar með 39 stig. 

United hef­ur ekki unnið leik í ensku úr­vals­deild­inni síðan 16. mars eða í tvo mánuði. Á þeim tíma hef­ur United tapað fimm leikj­um og gert tvö jafn­tefli. 

Þrátt fyr­ir það á United enn mögu­leika að kom­ast í Meist­ara­deild­ina á næstu leiktíð en liðið mæt­ir Totten­ham í úr­slita­leik Evr­ópu­deild­ar­inn­ar seinna í mánuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert