Sigurmark í uppbótartíma í framlengingu

Leikmenn Sunderland fagna vel í leikslok.
Leikmenn Sunderland fagna vel í leikslok. Ljósmynd/Sunderland

Sund­erland tryggði sér sæti í úr­slit­um um­spils um sæti í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta með drama­tísk­um hætti í kvöld. Mæt­ir liðið því Sheffield United á Wembley í hrein­um úr­slita­leik um sæti í deild þeirra bestu.

Ephron Ma­son-Clark kom Co­ventry yfir á 76. mín­útu og jafnaði ein­vígið í 2:2, þar sem Sund­erland vann fyrri leik­inn 2:1.

Var ekk­ert meira skorað í venju­leg­um leiktíma og því þurfti að fram­lengja. Stefndi allt í víta­keppni þegar Daniel Ball­ard skoraði sig­ur­mark Sund­erland í upp­bót­ar­tíma í fram­leng­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert