Skall á stönginni og þurfti bráðaaðgerð

Taiwo Awoniyi skellur á markstönginni í leiknum.
Taiwo Awoniyi skellur á markstönginni í leiknum. AFP/Justinn Tallis

Níg­er­íski knatt­spyrnumaður­inn Taiwo Awon­iyi, sókn­ar­maður Nott­ing­ham For­est, varð fyr­ir al­var­leg­um meiðslum á kviði þegar hann skall á mark­s­töng í leik með liðinu gegn Leicester City í ensku úr­vals­deild­inni um helg­ina.

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að Awon­iyi hafi þurft að gang­ast und­ir bráðaaðgerð af þeim sök­um.

At­vikið átti sér stað á 88. mín­útu þegar Awon­iyi reyndi að ná til fyr­ir­gjaf­ar. Hlaut hann aðhlynn­ingu á vell­in­um og hélt leik áfram en gekk sýni­lega ekki heill til skóg­ar í Skír­is­skógi.

Awon­iyi kláraði leik­inn, sem lauk með 2:2-jafn­tefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert