Aðgerð í dag en gæti spilað eftir viku

Dejan Kulusevski gekkst undir aðgerð á hné í dag.
Dejan Kulusevski gekkst undir aðgerð á hné í dag. AFP/Ben Stansall

Sænski knatt­spyrnumaður­inn Dej­an Kul­u­sevski gekkst í dag und­ir aðgerð á hné en fé­lag hans,  Totten­ham Hot­sp­ur, staðfesti það á sam­fé­lags­miðlum sín­um.

Hins veg­ar kem­ur fram að Totten­ham úti­loki ekki að hann geti tekið þátt í úr­slita­leikn­um mik­il­væga gegn Manchester United næsta miðviku­dag, í Evr­ópu­deild­inni, þar sem sæti í Meist­ara­deild­inni næsta vet­ur er í húfi.

Kul­u­sevski þurfti að fara af velli vegna meiðsl­anna þegar Totten­ham tapaði fyr­ir Crystal Palace á sunnu­dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert