Grillveisla en ekki rútuferð

Manchester United er komið í úrslit Evrópudeildarinnar.
Manchester United er komið í úrslit Evrópudeildarinnar. AFP/Oli Scarff

Lið Manchester United fer ekki í hefðbundna rútu­ferð um Manchester-borg ef það vinn­ur Totten­ham í úr­slita­leik Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í fót­bolta.

Hefð er fyr­ir  slík­um akstri hjá ensk­um knatt­spyrnuliðum, hvort sem það er í úr­vals­deild eða sigr­ar í neðri deild­um eða bik­ar­keppn­um.

BBC seg­ir að eng­in slík ferð hafi verið skipu­lögð hjá United, held­ur muni fé­lagið halda grill­veislu á æf­inga­svæði sínu, Carringt­on, ef sig­ur vinnst í Evr­ópu­deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert