Tólfti stjórinn á fimm og hálfu ári

Paulo Pezzolano er nýr knattspyrnustjóri Watford.
Paulo Pezzolano er nýr knattspyrnustjóri Watford. Ljósmynd/Watford

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Wat­ford hef­ur ráðið Pau­lo Pezzolano sem nýj­an stjóra karlaliðsins.

Wat­ford leik­ur í B-deild og vék Tom Cleverley frá störf­um fyrr í mánuðinum eft­ir að liðið komst ekki í um­spil um sæti í úr­vals­deild.

Pezzolano, sem er 42 ára og kem­ur frá Úrúg­væ, verður þar með tólfti knatt­spyrn­u­stjóri liðsins frá því í sept­em­ber árið 2019, þegar Javi Gracia var rek­inn.

Wat­ford hef­ur ekki haft mikla þol­in­mæði fyr­ir störf­um stjóra sinna á und­an­förn­um árum en Pezzolano er ní­undi stjóri liðsins frá því í lok árs­ins 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert