Enska knattspyrnufélagið Watford hefur ráðið Paulo Pezzolano sem nýjan stjóra karlaliðsins.
Watford leikur í B-deild og vék Tom Cleverley frá störfum fyrr í mánuðinum eftir að liðið komst ekki í umspil um sæti í úrvalsdeild.
Pezzolano, sem er 42 ára og kemur frá Úrúgvæ, verður þar með tólfti knattspyrnustjóri liðsins frá því í september árið 2019, þegar Javi Gracia var rekinn.
Watford hefur ekki haft mikla þolinmæði fyrir störfum stjóra sinna á undanförnum árum en Pezzolano er níundi stjóri liðsins frá því í lok ársins 2021.