Sýnd þolinmæði á Stamford Bridge

Enzo Maresca verður áfram hjá Chelsea.
Enzo Maresca verður áfram hjá Chelsea. AFP/Caisa Rasmussen

Enzo Maresca verður áfram knatt­spyrn­u­stjóri Chel­sea á næsta tíma­bili, hvort sem fé­lagið trygg­ir sér sæti í Meist­ara­deild karla eða ekki.

Chel­sea er í harðri bar­áttu um að ná einu af fimm efstu sæt­um ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar þegar tvær um­ferðir eru eft­ir og varð fyr­ir bak­slagi um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2:0 fyr­ir Newcastle.

Þol­in­mæði hef­ur ekki verið aðals­merki stjórn­enda fé­lags­ins en BBC seg­ir að for­ráðamenn fé­lags­ins ætli að meta störf ít­alska knatt­spyrn­u­stjór­ans að næsta tíma­bili loknu.

Chel­sea er í fimmta sæt­inu, með betri marka­tölu en Ast­on Villa, og mæt­ir Manchester United og Nott­ing­ham For­est í síðustu tveim­ur leikj­un­um. Útil­eik­ur­inn gegn For­est gæti orðið að hrein­um úr­slita­leik um Meist­ara­deild­ar­sæti.

Þá er liðið komið í úr­slita­leik Sam­bands­deild­ar­inn­ar þar sem það mæt­ir Real Bet­is 28. maí í Wroclaw í Póllandi.

Maresca, sem er 45 ára gam­all, tók við Chel­sea síðasta sum­ar, eft­ir að hafa stýrt Leicester í eitt ár og komið liðinu upp í úr­vals­deild­ina sem meist­ur­um B-deild­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert