Langri eyðimerkurgöngu Tottenham lauk á Spáni

Totten­ham er Evr­ópu­deild­ar­meist­ari árið 2025 eft­ir naum­an sig­ur gegn Manceh­ster United í úr­slita­leik keppn­inn­ar í Bil­bao á Spáni í kvöld.

Þetta er fyrstu Evr­ópu­bik­ar Totten­ham í 41 ár en fé­lagið varð síðast Evr­ópu­bikar­meist­ari árið 1984.

Leikn­um í kvöld lauk með 1:0-sigri Tottena­ham þar sem Luke Shaw, varn­ar­maður Manchester United, reynd­ist ör­laga­vald­ur­inn en hann varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark á 42. mín­útu.

Pape Sarr fékk þá all­an tím­ann í heim­in­um til þess að senda bolt­ann fyr­ir markið frá vinstri. Brenn­an Johnsen setti fót­inn í bolt­ann sem skaust til baka í Luke Shaw og þaðan fór hann í netið.

Reynd­ist það sig­ur­mark leiks­ins en United-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna met­in, án þess þó að ná að skapa sér af­ger­andi mark­tæki­færi.

Sig­ur­inn þýðir að Totten­ham leik­ur í Meist­ara­deild­inni á næstu leiktíð en United sit­ur eft­ir með sárt ennið, leik­ur ekki í Evr­ópu­keppni á næsta keppn­is­tíma­bili, og get­ur ekki endað ofar en 14. sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar en liðið er sem stend­ur í 16. sæt­inu.

Totten­ham 1:0 Man. United opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert