Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur ákveðið að reka stjóra karlaliðsins, Ange Postecoglou.
Blaðamaðurinn Sacha Tavolieri segir frá en Postecoglou tók við liðinu sumarið 2023 og gerði það að Evrópudeildarmeistara í vor.
Evrópudeildin er fyrsti bikar Tottenham í 17 ár en liðinu gekk afleitlega í ensku úrvalsdeildinni og hafnaði í 17. sæti. Hefur því sæti Postecoglou verið heitt allt tímabilið.
Samkvæmt Tavolieri er Daninn Thomas Frank líklegasti arftaki Postecoglou en hann stýrir Brentford.