Segir Tottenham vera búið að reka stjórann

Ange Postecoglou tryggði Tottenham sinn fyrsta bikar í 17 ár.
Ange Postecoglou tryggði Tottenham sinn fyrsta bikar í 17 ár. AFP/Justin Tallis

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Totten­ham hef­ur ákveðið að reka stjóra karlaliðsins, Ange Postecoglou. 

Blaðamaður­inn Sacha Tavolieri seg­ir frá en Postecoglou tók við liðinu sum­arið 2023 og gerði það að Evr­ópu­deild­ar­meist­ara í vor. 

Evr­ópu­deild­in er fyrsti bik­ar Totten­ham í 17 ár en liðinu gekk af­leit­lega í ensku úr­vals­deild­inni og hafnaði í 17. sæti. Hef­ur því sæti Postecoglou verið heitt allt tíma­bilið. 

Sam­kvæmt Tavolieri er Dan­inn Thom­as Frank lík­leg­asti arftaki Postecoglou en hann stýr­ir Brent­ford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert