Þó hægt gangi í viðræðum á milli Englandsmeistara Liverpool og Bournemouth um ungverska knattspyrnumanninn Milos Kerkez er enn búist við því að hann gangi í raðir þess fyrrnefnda í sumar.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá og í leiðinni hvetur hann stuðningsmenn Liverpool til að sýna þolinmæði.
Kerkez er vinstri bakvörður sem átti gott tímabil með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur verið á eftir honum í þó nokkurn tíma en félagaskiptin munu taka sinn tíma samkvæmt Romano.
Samkvæmt miðlum á Englandi vill Bournemouth fá 40 milljónir punda eða sjö milljarða íslenskra króna fyrir bakvörðinn.
Liverppol hefur nú þegar fengið Hollendinginn Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen í sínar raðir í sumar og er komið langt í viðræðum við fyrrverandi liðsfélaga hans og þýska stjörnu, Florian Wirtz.