Segir stuðningsmönnum Liverpool að sýna þolinmæði

Stuðningsmenn Liverpool eru þekktir fyrir að vera blóðheitir.
Stuðningsmenn Liverpool eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. AFP/Paul Ellis

Þó hægt gangi í viðræðum á milli Eng­lands­meist­ara Li­verpool og Bour­nemouth um ung­verska knatt­spyrnu­mann­inn Mi­los Kerkez er enn bú­ist við því að hann gangi í raðir þess fyrr­nefnda í sum­ar. 

Fé­laga­skipta­sér­fræðing­ur­inn Fabrizio Romano seg­ir frá og í leiðinni hvet­ur hann stuðnings­menn Li­verpool til að sýna þol­in­mæði. 

Kerkez er vinstri bakvörður sem átti gott tíma­bil með Bour­nemouth í ensku úr­vals­deild­inni. Li­verpool hef­ur verið á eft­ir hon­um í þó nokk­urn tíma en fé­laga­skipt­in munu taka sinn tíma sam­kvæmt Romano. 

Sam­kvæmt miðlum á Englandi vill Bour­nemouth fá 40 millj­ón­ir punda eða sjö millj­arða ís­lenskra króna fyr­ir bakvörðinn. 

Li­verppol hef­ur nú þegar fengið Hol­lend­ing­inn Jeremie Frimpong frá Bayer Le­verku­sen í sín­ar raðir í sum­ar og er komið langt í viðræðum við fyrr­ver­andi liðsfé­laga hans og þýska stjörnu, Flori­an Wirtz. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert