Svíinn Robert Vilahamn hefur verið rekinn sem knattspyrnuþjálfari kvennaliðs Tottenham.
Þetta tilkynnti félagið í dag en Vilahamn tók við liðinu í júlí árið 2023 eftir að hafa stýrt Häcken í heimalandinu.
Á fyrsta tímabilinu hafnaði Tottenham í sjötta sæti og komst í úrslitaleik enska bikarsins og í kjölfarið skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning.
Liðið hafnaði hins vegar í ellefta og næstneðsta sæti á þessari leiktíð og var Vilahamn látinn taka pokann sinn eftir það.
Tottenham rak einnig Ange Postecoglou stjóra karaliðsins á dögunum og því miklar breytingar í vændum hjá félaginu.