Miklar breytingar hjá Tottenham

Robert Vilahamn.
Robert Vilahamn. Ljósmynd/Tottenham

Sví­inn Robert Vila­hamn hef­ur verið rek­inn sem knatt­spyrnuþjálf­ari kvennaliðs Totten­ham. 

Þetta til­kynnti fé­lagið í dag en Vila­hamn tók við liðinu í júlí árið 2023 eft­ir að hafa stýrt Häcken í heima­land­inu. 

Á fyrsta tíma­bil­inu hafnaði Totten­ham í sjötta sæti og komst í úr­slita­leik enska bik­ars­ins og í kjöl­farið skrifaði hann und­ir nýj­an þriggja ára samn­ing.

Liðið hafnaði hins veg­ar í ell­efta og næst­neðsta sæti á þess­ari leiktíð og var Vila­hamn lát­inn taka pok­ann sinn eft­ir það. 

Totten­ham rak einnig Ange Postecoglou stjóra karaliðsins á dög­un­um og því mikl­ar breyt­ing­ar í vænd­um hjá fé­lag­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert