Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur staðfest að fimm leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar.
Það eru þeir Aaron Cresswell, Lukasz Fabianski, Vladimir Coufal, Danny Ings og Kurt Zouma en samningar þeirra við félagið renna út í lok mánaðarins.
Samningur Michail Antonio rennur líka út í sumar en ekki er búið að taka ákvörðun hvort hann verði áfram hjá félaginu eftir alvarlegt bílslys í desember á síðasta ári.