Daninn Thomas Frank hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Frank, sem er 51 árs gamall, skrifaði undir þriggja ára samning í Lundúnum.
Hann tekur við liðinu af Ástralanum Ange Postecoglou sem var rekinn á dögunum en Frank hefur stýrt Brentford undanfarin sjö ár.
Tottenham borgar Brentford 10 milljónir punda fyrir danska stjórann sem hefur gert Brentford að stöðugu úrvalsdeildarfélagi en félagið var um miðja B-deildina þegar Frank tók við liðinu árið 2018.