Nýr knattspyrnustjóri Tottenham

Thomas Frank.
Thomas Frank. AFP/Justin Tallis

Dan­inn Thom­as Frank hef­ur verið ráðinn knatt­spyrn­u­stjóri enska úr­vals­deild­ar­fé­lags­ins Totten­ham.

Þetta til­kynnti fé­lagið á sam­fé­lags­miðlum sín­um en Frank, sem er 51 árs gam­all, skrifaði und­ir þriggja ára samn­ing í Lund­ún­um.

Hann tek­ur við liðinu af Ástr­al­an­um Ange Postecoglou sem var rek­inn á dög­un­um en Frank hef­ur stýrt Brent­ford und­an­far­in sjö ár.

Totten­ham borg­ar Brent­ford 10 millj­ón­ir punda fyr­ir danska stjór­ann sem hef­ur gert Brent­ford að stöðugu úr­vals­deild­ar­fé­lagi en fé­lagið var um miðja B-deild­ina þegar Frank tók við liðinu árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert