Á leið í 24. tímabilið í úrvalsdeildinni

James Milner í leik með Brighton.
James Milner í leik með Brighton. AFP/Ben Stansall

James Milner, knatt­spyrnumaður­inn þrautreyndi, er hvergi nærri hætt­ur og stefn­ir nú á sitt 24. tíma­bil í ensku úr­vals­deild­inni.

Milner, sem er 39 ára gam­all, hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við Bright­on um eitt ár en hann hef­ur leikið með liðinu tvö und­an­far­in tíma­bil, enda þótt leik­irn­ir í úr­vals­deild­inni á því síðasta hafi aðeins verið fjór­ir tals­ins.

Hann lék með Leeds 2002-2004, Newcastle 2004-2008, Ast­on Villa 2005-06 og 2008-2010, Manchester City 2010-2015, Li­verpool 2015-2023 og með Bright­on frá þeim tíma.

Leik­ir hans í deild­inni eru orðnir 638 tals­ins og mörk­in 55. Milner hef­ur aðeins leikið sex deilda­leiki utan ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar en það voru leik­ir með Sw­indon Town í D-deild­inni tíma­bilið 2003-04 þegar hann var þar í láni í nokkr­ar vik­ur.

Hann er næst­leikja­hæst­ur eft­ir stofn­un úr­vals­deild­ar­inn­ar með þessa 638, fimmtán leikj­um á eft­ir Ga­reth Barry og gæti því slegið metið næsta vet­ur. 

Milner varð ensk­ur meist­ari með Manchester City 2012 og 2014 og með Li­verpool 2020, vann enska bik­ar­inn 2011 með Manchester City og 2022 með Li­verpool og Meist­ara­deild Evr­ópu með Li­verpool 2019, sem og heims­bik­ar fé­lagsliða sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert