Verða fyrstu kaup Arsenal í sumar

Christian Nörgaard tekur í höndina á Kobbie Mainoo.
Christian Nörgaard tekur í höndina á Kobbie Mainoo. AFP/Justin Tallis

Danski knatt­spyrnumaður­inn Christian Nörga­ard er að ganga til liðs vð enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Arsenal.

Það er ít­alski fé­laga­skipta­sér­fræðing­ur­inn Fabrizio Romano sem grein­ir frá þessu en Nörga­ard, sem er 31 árs gam­all, hef­ur leikið með Brent­ford frá ár­inu 2019.

For­ráðamenn Arsenal buðu tæp­lega 10 millj­ón­ir punda í leik­mann­inn á dög­un­um og var það til­boð samþykkt í dag.

Alls á hann að baki 196 leiki fyr­ir Brent­ford þar sem hann hef­ur skorað 13 mörk en hann hef­ur verið fyr­irliði liðsins und­an­far­in ár.

Hann verður fyrsti leikmaður­inn sem Arsenal kaup­ir í sum­ar en hon­um er ætlað að fylla skarð Thom­as Par­t­eys sem er á för­um þegar samn­ing­ur hans renn­ur út um mánaðar­mót­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert