Nýliðarnir fá Hollending

Quilindschy Hartman.
Quilindschy Hartman. Ljósmynd/Burnley

Hol­lend­ing­ur­inn Quil­indsc­hy Hartman er geng­inn til liðs við Burnley, sem er nýliði í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu.

Hartman er 23 ára vinstri bakvörður og kem­ur til liðsins frá Feyenoord í heima­land­inu og kom upp úr aka­demíu liðsins. Hann vann deild­ina með liðinu tíma­bilið 2022/​23 þegar Arne Slot, nú­ver­andi stjóri Li­verpool, stýrði liðinu.

Hann er ann­ar leikmaður­inn sem Burnley sæk­ir í glugg­an­um en Max Weiss kom til liðsins frá Karlsru­her í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert