Hollendingurinn Quilindschy Hartman er genginn til liðs við Burnley, sem er nýliði í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Hartman er 23 ára vinstri bakvörður og kemur til liðsins frá Feyenoord í heimalandinu og kom upp úr akademíu liðsins. Hann vann deildina með liðinu tímabilið 2022/23 þegar Arne Slot, núverandi stjóri Liverpool, stýrði liðinu.
Hann er annar leikmaðurinn sem Burnley sækir í glugganum en Max Weiss kom til liðsins frá Karlsruher í Þýskalandi.