Liverpool í viðræðum um Englendinginn

Marc Guehi er leikmaður Crystal Palace.
Marc Guehi er leikmaður Crystal Palace. AFP/Adrian Dennis

Eng­lands­meist­ar­ar Li­verpool hafa áhuga á miðverði Crystal Palace, Marc Guéhi, sem er ensk­ur landsliðsmaður.

Li­verpool er lík­leg­ast að missa Jarrell Quansah til Bayer Le­verku­sen og er að leita að miðverði í hans stað.

Sam­kvæmt fé­lags­skipta­sér­fræðingn­um Fabrizio Romanom­unu viðræður Li­verpool við Palace halda áfram í þess­ari viku en liðið er einnig að leita af öðrum mögu­leik­um.

Guéhi er 24 ára gam­all og var í lyk­il­hlut­verki í enska landsliðinu á EM 2024 þegar liðið fór alla leið í úr­slita­leik­inn. Hann hef­ur spilað 132 leiki í ensku úr­vals­deild­inni og verið hjá Palace frá 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert