Saka Tottenham um að hafa brotið reglur

Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White. AFP/Justin Tallis

Fé­laga­skipt­um Morg­an Gibbs-White til Totten­ham frá For­est hef­ur verið hætt við. Sky Sports grein­ir frá en For­est er að skoða það að höfða mál gegn Totten­ham vegna fé­laga­skipt­anna.

Í gær var greint frá því að Totten­ham hefði náð sam­komu­lagi við For­est um kaup­in á Gibbs-White. Enski landsliðsmaður­inn átti að fara í lækn­is­skoðun hjá Totten­ham í dag.

Sam­kvæmt Sky Sports hef­ur For­est lokað á öll sam­skipti við Totten­ham. For­est tel­ur að Totten­ham hafi haft sam­band við Gibbs-White ólög­lega eða án leyf­is For­est.

For­est tel­ur einnig að trúnaður hafi verið brot­inn varðandi klásúlu í samn­ingi Gibbs-White sem ger­ir hon­um kleift að yf­ir­gefa fé­lagið á 60 millj­ón­ir punda en til­boð Totten­ham var ein­mitt sú upp­hæð.

Bú­ist er við því að For­est muni senda kvört­un til ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar en fé­lagið get­ur lokað á fé­laga­skipt­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert