Félagaskiptum Morgan Gibbs-White til Tottenham frá Forest hefur verið hætt við. Sky Sports greinir frá en Forest er að skoða það að höfða mál gegn Tottenham vegna félagaskiptanna.
Í gær var greint frá því að Tottenham hefði náð samkomulagi við Forest um kaupin á Gibbs-White. Enski landsliðsmaðurinn átti að fara í læknisskoðun hjá Tottenham í dag.
Samkvæmt Sky Sports hefur Forest lokað á öll samskipti við Tottenham. Forest telur að Tottenham hafi haft samband við Gibbs-White ólöglega eða án leyfis Forest.
Forest telur einnig að trúnaður hafi verið brotinn varðandi klásúlu í samningi Gibbs-White sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið á 60 milljónir punda en tilboð Tottenham var einmitt sú upphæð.
Búist er við því að Forest muni senda kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar en félagið getur lokað á félagaskiptin.