Furðar sig á kaupum Arsenal

Noni Madueke í leik með Chelsea.
Noni Madueke í leik með Chelsea. AFP/Ben Stansall

Paul Mer­son, fyrr­ver­andi leikmaður Arsenal og sparkspek­ing­ur, er stein­hissa á kaup­um Arsenal á enska kant­mann­in­um Noni Madu­eke frá Chel­sea.

Arsenal greiðir 52 millj­ón­ir punda fyr­ir Madu­eke sem hef­ur skorað 20 mörk í 92 leikj­um fyr­ir Chel­sea.

„Ég er agndofa. Ef Arsenal ætti að kaupa ein­hvern leik­mann frá Chel­sea, þá væri hann sá síðasti fyr­ir val­inu hjá mér,“ skrif­ar Mer­son.

Madu­eke skoraði sjö mörk í 32 leikj­um fyr­ir Chel­sea í ensku úr­vals­deild­inni í fyrra.

„Þetta er mik­ill pen­ing­ur fyr­ir leik­mann sem er ekki mik­ill marka­skor­ari. Hann er leikmaður sem á góðan leik hér og þar en það er allt og sumt,“ bætti Mer­son við.

Chel­sea greiddi 29 millj­ón­ir punda til PSV fyr­ir Madu­eke þegar hann gekk í raðir fé­lags­ins í byrj­un árs­ins 2023.

„Chel­sea mun varla trúa því að þetta til­boð hafi komið til liðsins,“ skrifaði Mer­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert