Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og sparkspekingur, er steinhissa á kaupum Arsenal á enska kantmanninum Noni Madueke frá Chelsea.
Arsenal greiðir 52 milljónir punda fyrir Madueke sem hefur skorað 20 mörk í 92 leikjum fyrir Chelsea.
„Ég er agndofa. Ef Arsenal ætti að kaupa einhvern leikmann frá Chelsea, þá væri hann sá síðasti fyrir valinu hjá mér,“ skrifar Merson.
Madueke skoraði sjö mörk í 32 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.
„Þetta er mikill peningur fyrir leikmann sem er ekki mikill markaskorari. Hann er leikmaður sem á góðan leik hér og þar en það er allt og sumt,“ bætti Merson við.
Chelsea greiddi 29 milljónir punda til PSV fyrir Madueke þegar hann gekk í raðir félagsins í byrjun ársins 2023.
„Chelsea mun varla trúa því að þetta tilboð hafi komið til liðsins,“ skrifaði Merson.