Enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Noni Madueke kvaddi enska úrvalsdeildarliðið Chelsea á samfélagsmiðlum í dag og var kynntur til leiks sem nýr leikmaður hjá Arsenal.
Madueke er 23 ára sóknarmaður sem er þar með genginn til liðs við annað lið í London.
Talent in abundance.
— Arsenal (@Arsenal) July 18, 2025
Noni Madueke is a Gunner ✍️
Narrated by artist and Arsenal in the Community alumni, Stazzy 🎙️ pic.twitter.com/TfnkwG86Sz
Hann hefur verið síðustu þrjú ár hjá Chelsea en hann kom frá hollenska félaginu PSV Eindhoven.
„Ég vil þakka ykkur fyrir síðustu þrjú ár eða svo. Ég vil þakka starfsfólkinu sem hjálpaði mér á þessu ferðalagi og þakka liðsfélögum mínum fyrir allt, ég kveð ykkur með ást og aðdáun. Okkur tókst svo margt á þessu tímabili og ég óska ykkur í einlægni alls hins besta.
Til Enzo Maresca, það voru forréttindi að spila undir þinni stjórn. Takk fyrir að reyna að gera mig að betri leikmanni og manneskju. Að lokum vil ég þakka stuðningsmönnum Chelsea. Takk fyrir ástina, hrósin og gagnrýnina. Ég kann að meta það allt saman. Ég fer héðan með ekkert nema góðar minningar,“ skrifaði Madueke á Instagram.