Kynntur til leiks hjá Arsenal

Noni Madueke er að skipta um félag.
Noni Madueke er að skipta um félag. AFP/ Alex Grimm/

Enski landsliðsmaður­inn í fót­bolta Noni Madu­eke kvaddi enska úr­vals­deild­arliðið Chel­sea á sam­fé­lags­miðlum í dag og var kynnt­ur til leiks sem nýr leikmaður hjá Arsenal.

Madu­eke er 23 ára sókn­ar­maður sem er þar með geng­inn til liðs við annað lið í London.

Hann hef­ur verið síðustu þrjú ár hjá Chel­sea en hann kom frá hol­lenska fé­lag­inu PSV Eind­ho­ven. 

„Ég vil þakka ykk­ur fyr­ir síðustu þrjú ár eða svo. Ég vil þakka starfs­fólk­inu sem hjálpaði mér á þessu ferðalagi og þakka liðsfé­lög­um mín­um fyr­ir allt, ég kveð ykk­ur með ást og aðdáun. Okk­ur tókst svo margt á þessu tíma­bili og ég óska ykk­ur í ein­lægni alls hins besta.

Til Enzo Maresca, það voru for­rétt­indi að spila und­ir þinni stjórn. Takk fyr­ir að reyna að gera mig að betri leik­manni og mann­eskju. Að lok­um vil ég þakka stuðnings­mönn­um Chel­sea. Takk fyr­ir ást­ina, hrós­in og gagn­rýn­ina. Ég kann að meta það allt sam­an. Ég fer héðan með ekk­ert nema góðar minn­ing­ar,“ skrifaði Madu­eke á In­sta­gram.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Noni Madu­eke (@nonz­in­oo10)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert