Skrifar undir samning hjá Arsenal

Demiane Agustien er kominn til Arsenal.
Demiane Agustien er kominn til Arsenal. Ljósmynd/Arsenal

Knatt­spyrnumaður­inn Dem­ia­ne Agustien er geng­inn til liðs við enska fé­lagið Arsenal frá Der­by County. 

Agustien skrif­ar und­ir fyrsta at­vinnu­manna­samn­ing sinn við Lund­úna­fé­lagið en hann er 17 ára gam­all hol­lensk­ur miðjumaður. 

Agustien kom að 16 mörk­um í U18 ára ensku úr­vals­deild­inni á síðustu leiktíð en hann er son­ur Kemy Agustien, sem spilaði meðal ann­ars fyr­ir Sw­an­sea. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert