Knattspyrnumaðurinn Demiane Agustien er genginn til liðs við enska félagið Arsenal frá Derby County.
Agustien skrifar undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Lundúnafélagið en hann er 17 ára gamall hollenskur miðjumaður.
Agustien kom að 16 mörkum í U18 ára ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann er sonur Kemy Agustien, sem spilaði meðal annars fyrir Swansea.