Vill sjá fleiri LAN-viðburði

Kristófer Daði, einnig þekktur sem ADHD.
Kristófer Daði, einnig þekktur sem ADHD. Ljósmynd/Aðsend

Kristófer Daði Kristjánsson, einnig þekktur undir nafninu ADHD, er 26 ára gamall rafíþróttamaður og keppir í fyrstu persónu skotleiknum Counter-Strike: Global Offensive með SAGA esports.

Auk þess að sinna íþróttinni af kappi eyðir hann miklum tíma með fjölskyldunni en hann eignaðist sinn fyrsta son fyrr á árinu.

Hrifinn af keppnissenunni

Hann byrjaði fyrst að spila Tekken 3 í PlayStation 1 leikjatölvu en byrjaði svo að fikta í Counter-Strike í kringum árið 2007. Varð hann strax ástfanginn af keppnisumhverfi leiksins og kemur því ekki á óvart að hann sé enn að spila og keppa í leiknum.

„Reynum að æfa saman eins mikið og við höfum tök á,“ segir Kristófer í samtali við mbl.is en þessa dagana er hann að undirbúa sig fyrir úrslitaleiki með SAGA esports í Esea intermediate mótinu ásamt því að vera að keppa í Vodafone-deildinni sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands.

Vill sjá fleiri mót og LAN-viðburði

Kristófer kveðst ekki hafa búist við því hversu stórar rafíþróttir yrðu á yngri árum og þykir gaman hvað íþróttin fer stækkandi bæði erlendis sem og hérlendis.

Segist hann þó vilja sjá meira af íslenskum mótum og LAN-viðburðum og lætur sig dreyma um að vinna LAN-mót erlendis.

Hann streymir stundum á Twitch undir nafninu LcNADHD en annars geta áhugasamir einnig fylgst með leikjum SAGA esports í Vodafone-deildinni á Stöð 2 Esports eða á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert