Vildi verða bestur

Erlingur Atli Pálmarsson, einnig þekktur sem AirLi.
Erlingur Atli Pálmarsson, einnig þekktur sem AirLi. Ljósmynd/Aðsend

Erlingur Atli Pálmarsson, einnig þekktur sem AirLi er 32 ára gamall rafíþróttamaður og stendur hann fyrir íslensku mótaröðinni Zoner’s Paradise í tölvuleiknum Super Smash Bros Ultimate.

Hélt smáþjóðarleika með 76 keppendum

AirLi hóf mótaröð í tölvuleiknum Smash 4 árið 2015 og hélt hann fimm mót á árunum 2015 og 2016 en árið 2017 fór hann að halda mótin mánaðarlega.

Síðan þegar Super Smash Bros Ultimate kom út, í desember 2018, þá „sprakk þetta“ og hefur aðsóknin í mótin aukist gífurlega með hverju árinu sem líður en nú taka um þrjátíu keppendur þátt í Zoners Paradise mótaröðinni að staðaldri.

Í apríl árið 2020 hélt hann einnig smáþjóðarleika í Super Smash Bros Ultimate og voru alls 76 keppendur frá löndunum Færeyjum, Jersey, Grænlandi, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Kýpur og San Marino auk Mónakó en á því móti en þar af voru 17 Íslendingar.

Var mótið þó ekki viðurkennt af ólympíunefndinni, en þrátt fyrir það var aðsóknin góð.

Vildi verða betri

Kom það AirLi ekki á óvart hvað rafíþróttir hafa stækkað og finnst honum það koma heim og saman vegna þess hvað tölvuleikir eru vinsælir, auk þess hvað hann er bjartsýn manneskja að eigin sögn.

„Ég fékk mikla þráhyggju í að verða betri en aðrir og ég verð það síðan. Síðan þegar næsti leikur kemur, sem heitir Smash 4, þá sé ég auglýst mót í Tækniskólanum og ég fer á það og lendi í öðru sæti. Eftir það þá tek ég yfir Smash samfélaginum, afþví mig langaði að halda þessu áfram og finnst það geðveikt,“ segir AirLi í samtali við mbl.is.

Keppt á mótum erlendis

Hefur hann farið erlendis að keppa og má nefna löndin Þýskaland, Frakkland, Bandaríkin, Danmörk og Svíþjóð en hann keppir einnig með öðrum Íslendingum í Zoners Paradise mótaröðinni.

Þegar AirLi bjó í Frakklandi þá fór hann á stórmót í Þýskalandi, rétt fyrir utan München, og spilaði hann þá við atvinnumanninn Larry Lurr sem þá var með þeim tíu besti í heiminum í tölvuleiknum Smash 4.

Hann spilar þó aðra leiki og hefur til dæmis gaman að Pokémon, Fifa, Street Fighter, Tekken, Zeldu og fleiri leikjum en fyrsti leikurinn sem hann átti var sígildi tölvuleikurinn Sonic 2 á Sega Genesis leikjatölvu.

Þutfti að búa hana til

„Draumurinn væri að halda stórmót,“ segir AirLi en hann hafði eitt sinn það markmið að vera bestur á Ísland en í dag einblínir hann sér meira að því að stækka senuna á Íslandi og er því athyglin frekar á mótastjórn en lýsir hann þó yfir því hversu stoltur hann er af íslensku senunni og hversu mikið hún hefur stækkað.

„Í raun hvernig ég komst inn í þessa senu var þannig að ég þurfti að búa hana til.“

Hann streymir ekki en hér að neðan er má sjá klippu úr móti þar sem AirLi keppir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert