Lærði af bræðrum sínum

Heiðar Flóvent Friðriksson er Miðgarðsormurinn.
Heiðar Flóvent Friðriksson er Miðgarðsormurinn. Ljósmynd/Aðsend

Heiðar Flóvent Friðriksson verður 23 ára gamall á þessu ári en hann er betur þekktur sem Midgard eða Miðgarðsormurinn og hefur hann skipað sér sess í íslenskri senu rafíþrótta.

Miðgarðsormurinn er sérhæfður og keppir í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive en hann hefur verið að spila þann leik frá því árið 2003, þegar hann var fjögurra ára gamall.

Bræður hans kenndu honum

Tók hann sín fyrstu skref í tölvuleiknum undir handleiðslu bræðra sinna þar sem að þeir kenndu honum að spila tölvuleiki og gefur það augaleið að Miðgarðsormurinn hefur lært ýmislegt þar sem að hann er talinn einn besti rafíþróttaður Íslands.

Hefur Miðgarðsormurinn meðal annars spilað með liðum á borð við Dusty þegar þeir unnu Stórmeistaramótið í CS:GO og eins hefur hann tekið þátt í mótum erlendis.

Á leiðinni erlendis að keppa

Um þessar mundir er hann að undirbúa sig fyrir erlent LAN-mót erlendis með nýja liðinu sínu, Men's Netball Society V2, og eru þeir að leita sér að félagi til þess að spila undir.

Æfir Miðgarðsormurinn með liðinu í fjórar klukkustundir í senn, fimm sinnum í viku auk þess að notast við miðþjálfunarforrit.

Hann bjóst ekki við því hvað rafíþróttir yrðu stórar en það kom honum þó alls ekki á óvart, telur hann eina vandamálið við íslenskar rafíþróttir vera slöpp tímasetning á tilkynningum. Stefnir hann að því að komast á erlent stórmót einn daginn.

Ráðleggur Miðgarðsormurinn ungum og upprennandi rafíþróttamönnum að „finna sér rútínu og halda sér við hana“ auk þess að horfa á „demos“ af spilurum sem þeim líkar við.

Hægt er að fylgjast með Miðgarðsorminum á Twitch-rásinni Midgardcs.

Langar þig að vera leikmaður vikunnar? Sendu okkur skeyti á vidja@mbl.is !

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert