Ástbjört Viðja
Ýmis samstörf eru að finna í tölvuleikjageiranum og tísti Minecraft frá nýjasta samstarfi sínu á opinbera Twitter-aðgangi tölvuleiksins.
Minecraft tísti frá myndbandi þar sem að skýrt er frá nýjasta samstarfinu og er það við íþróttavöruframleiðandann Puma. Í myndbandinu sést þar sem verið er að byggja upp einskonar Minecraft skó og gefur það til kynna að samstarfið mun snúa að sérstökum strigaskóm frá Puma.
„Við erum á réttri leið með okkar næsta samstarf! Við getum ekki alveg deilt því með ykkur en við getum sýnt ykkur þetta, svo verið viss um að horfa fram í enda!“ segir í tístinu.
We’re on track to get our next collaboration built! 👟 We can’t share quite yet, but we can ‘shoe’ you this; so be sure to watch until the end! 💥#PUMAxMinecraft pic.twitter.com/euvBWEWZvy
— Minecraft (@Minecraft) January 26, 2022