Leikmannafjöldi eykst í Dota 2

Dórabikarinn fer fram um helgina í tölvuleiknum Dota 2.
Dórabikarinn fer fram um helgina í tölvuleiknum Dota 2. Grafík/Valve Corporation/Dota 2

Dota 2 sló nýlega fjöldamet þar sem að yfir 780.000 einstaklingar voru virkir í leiknum samtímis en það er mesti fjöldi sem hefur mælst í tæp tvö ár.

Samkvæmt gögnum frá Steam Charts hafa ekki fleiri spilað samtímis í tuttugu mánuði. Í síðasta mánuði náði fjöldi leikmanna hámarki sínu þegar 786.118 voru virkir samtímis en að meðaltali hefur leikmannafjöldinn verið um 450.000 síðustu mánuði.

Skjáskot af SteamCharts. Hér sést leikmannafjöldi Dota 2 síðustu misseri.
Skjáskot af SteamCharts. Hér sést leikmannafjöldi Dota 2 síðustu misseri. Skjáskot/SteamCharts

Nokkrar ástæður

Síðast þegar svo margir spiluðu leikinn var í apríl árið 2020 en þá voru yfir 800.000 leikmenn virkir samtímis. 

Óvíst er hvers vegna Dota 2 er svona farsæll allt í einu en nokkrar mögulegar ástæður eru fyrir því. Það er hugsanlegt að Dota: Dragon's Blood Book Two þáttaröðin sem er verið að sýna á Netflix kveiki í einhverjum áhuga á að spila leikinn meira. Þáttaröðin fór af stað 18. janúar.

Að vísu hefur leikmannafjöldinn verið að eflast frá því í október á síðasta ári og er því einnig líklegt að það sé vegna heimsmeistaramótsins sem fór fram þá. Team Spirit sigraði það mót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert