Stundar rafíþróttir kasólétt

Guðríður Harpa er einnig þekkt sem Gurrý, Gella eða Wifey.
Guðríður Harpa er einnig þekkt sem Gurrý, Gella eða Wifey. Ljósmynd/Aðsend

Guðríður Harpa Elm­ars­dótt­ir, kölluð Gurrý en gengst und­ir raf­heit­inu Gella eða Wi­f­ey, er tví­tug­ur Overwatch og Val­or­ant leikmaður.

Það er mikið um að vera hjá Gurrý um þess­ar mund­ir þar sem hún geng­ur með sitt fyrsta barn og kom­in tæpa níu mánuði á leið en þrátt fyr­ir það hef­ur henni tek­ist að gefa sér tíma til þess að stunda rafíþrótt­ir. 

Kepp­ir í tveim­ur leikj­um

Hún hef­ur verið að æfa og keppa í bæði Val­or­ant og Overwatch, í Val­or­ant spil­ar hún með Kröflu en í Overwatch spil­ar hún með Silfri Mos­fells­bæj­ar. Silf­ur Mos­fells­bæj­ar tek­ur þátt í Al­menna Bik­arn­um og mun hún spila með fram að fæðingu barns­ins, sem hún er mjög spennt fyr­ir.

Gurrý æfir með Silfri Mos­fells­bæj­ar þris­var til fjór­um sinn­um í viku en hún hef­ur það að mark­miði að spila eitt­hvað á hverj­um degi.

Ég er að spá í að taka smá pásu á meðan ég venst móður­líf­inu en ég er al­veg 100% viss að ég kem aft­ur í framtíðinni. Þetta er eitt­hvað sem ég á eft­ir að gera að ei­lífu,“ seg­ir Gurrý í sam­tali við mbl.is.

Spilaði mikið sem barn

Eft­ir að hafa spilað mikið af Overwatch tel­ur hún hann vera einn af sín­um upp­á­halds leikj­um en hún seg­ir jafn­framt að ekk­ert topppi það að „chilla í sóf­an­um með Nin­t­endo DS að spila Pokémon Diamond“.

Þegar hún var barn spilaði hún mikið af tölvu­leikj­um með föður sín­um og minn­ist sér­stak­lega á Duck Hunt og alla Lego leik­ina en hún spilaði mikið af Lego Batman og Lego The Hobbit.

Man hún sér­stak­lega eft­ir því þegar hún stundaði það að vakna snemma í sum­ar­frí­inu sínu sem barn til þess að hitta vini sína og spila tölvu­leik­inn Minecraft.

Tók á skarið

„Nokkr­ir vin­ir mín­ir hafa verið í mörg­um rafíþróttaliðum og þegar ég sá að Al­menni Bik­ar­inn í Overwatch var að byrja þá skráði ég mig sem ein­stak­ling­ur og lenti í fyrsta liðinu mínu, Útlag­ar Skaga­fjarðar,“ seg­ir Gurrý.

Hún seg­ist ekki hafa nein sér­stök mark­mið fyr­ir brjósti sér en henni lang­ar til þes að verða góð í leikn­um. Gurrý hef­ur alltaf spilað til þess að skemmta sér og til þess að eyða tíma með sín­um vin­um.

Hún hef­ur einnig eign­ast marg­ar vin­kon­ur í gegn­um tölvu­leiki og seg­ir það frá­bært hversu marg­ar stelp­ur eru að láta sjá sig í rafíþrótt­um. Gurrý bæt­ir við að marg­ar hverj­ar af henn­ar vin­kon­um sem ekki spiluðu tölvu­leiki áður séu nú byrjaðar að spila.

„Ég er búin að eign­ast bestu vini mína, sem ég tala við á hverj­um degi, í gegn­um rafíþrótt­ir,“ seg­ir Gurrý.

„Ég mæli alltaf með að fara í rafíþrótt­ir því þetta er eitt af því besta sem hef­ur komið fyr­ir mig, þetta sam­fé­lag er svo æðis­legt!“

Vilt þú vera leikmaður vik­unn­ar? Sendu okk­ur skeyti á vi­dja@mbl.is !

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert