Þráinn Orri Unnarsson, einnig þekktur sem Rottweiler, er nítján ára Overwatch leikmaður sem keppir með Trölli Hálfdanahurðar.
Hann hefur verið að vinna mikið undanfarið en burtséð frá því reynir hann að æfa eins mikið og hann getur með liðinu. Þráinn reynir þess á milli að finna sér tíma fyrir hvíld.
„Við liðið reynum að hafa tveggja tíma æfingu þrisvar til fjórum sinnum viku og erum byrjaðir að hafa eina VOD æfingu á viku en fyrir utan það þá reyni ég að spila eins mikið og ég get,“ segir Þráinn í samtali við mbl.is.
Þráinn horfir einnig á endursýningar af eigin spili til þess að sjá hvað hann gerði rétt og hvað hefði mátt gera betur. Auk þess fylgist hann með öðrum spilurum í gegnum ýmist Twitch eða YouTube til þess að sjá hvernig aðrir spila og getur hann þá lært eitt og annað af þeim.
Hans uppáhalds leik segir hann vera Overwatch eða Destiny 2, en hann á margar góðar minningar frá þeim leik.
Sjálfur byrjaði hann að spila á PlayStation 2 leikjatölvu og var þá mikið í Lego Star Wars 2: The Original Trilogy. Rottweiler byrjaði svo að spila á netinu þegar hann fékk sína fyrstu tölvu og var hann þá aðallega í Counter-Strike, World of Warcraft og Destiny 1.
Vinur hans Markús, einnig þekktur sem Fenrir, lét Þráinn vita af íslenskku móti sem var að fara af stað í tölvuleiknum Overwatch og ákváðu þeir vinirnir að stofna rafíþróttalið. Liðið kölluðu þeir Bölvun Bolungarvík og tóku hann með því þátt í sínu fyrsta rafíþróttamóti.
Eftirstæðasta minningin hans úr tölvuleikjaheiminum er annaðhvort þegar hann eignaðist fyrsta hnífinn í Counter-Strike eða þegar hann keypti sér sína fyrstu borðtölvu. Það má segja að boltinn hafi byrjað að rúlla af alvöru þegar hún var komin heim.
Þráinn stefnir á að spila með stóru liði en hann hefur það einnig að markmiði að streyma og gerir hann það flestar helgar á Twitch-rásinni Rottweiler_ow.
Vilt þú vera leikmaður vikunnar? Sendu okkur skeyti á vidja@mbl.is !