Forseti Frakklands stofnar Minecraft-netþjón

Forseti Frakklands stofnaði Minecraft-netþjón sem hluta af kosningarherferð sinni.
Forseti Frakklands stofnaði Minecraft-netþjón sem hluta af kosningarherferð sinni. Skjáskot/Twitter/avecvous

Franski for­set­inn, Emm­anu­el Macron, tek­ur stórt skref inn í hinn sta­f­ræna heim tölvu­leikja og býður Minecraft-spil­ur­um að heim­sækja Minecraft-netþjón­inn sinn sem hluta af kosn­ing­ar­her­ferðinni sinni.

Minecraft-rás­in var op­in­beruð með tísti á Twitter-aðgang­in­um avecvous, sem þýðir „með þér“ á ís­lensku en það er slag­orð Macrons í þess­um kosn­ing­um.

Skart­ar Élysée höll­inni

Leik­menn sem heim­sækja netþjón­inn birt­ast á einskon­ar bæj­ar­torgi, sem stund­um býr að Among Us-per­són­um. Þegar svæðið er kannað bet­ur má sjá Élysée höll­ina, þar sem for­set­inn býr á meðan hann er við völd.

Bygg­ing­in kemst ekki öll fyr­ir þar sem hún er gríðastór, en það sést þó í hluta af henni. Þó það sé ljóst hver bygg­ing­in á að vera skort­ir glæsi­leika bygg­ing­ann­ar í raun.

Svip­ast um á svæðinu

Í bygg­ing­unni eru nokk­ur skilti auk skrif­stofu­fólki sem hægt er að eiga ein­hver sam­skipti við, en aðaláhersla netþjóns­ins virðist leggja áherslu á bæj­ar­torgið og svæðið í kring­um það.

Netþjónn­inn býr einnig að fjöld­an­um öll­um af pla­köt­um sem til aug­lýs­ing­ar um Macron og eins má finna par sem vek­ur sér­staka at­hygli á kom­andi viðburði sem hann held­ur.

Þessi Minecraft þjónn er upp­full­ur af vegg­spjöld­um sem aug­lýsa Macron, þar sem par gef­ur sér­staka at­hygli á kom­andi sam­komu sem hann held­ur.

Gæti orðið til trafala

En óvíst er hversu ár­ang­urs­rík þessi nálg­un Macron verður þar sem að stór hluti leik­manna­hóps­ins í Minecraft hef­ur enn ekki náð kosn­ing­ar­aldri.

Það var svipuð nálg­un hjá for­set­an­um Joe Biden sem leiddi til þess að maður­inn hlaut bann í leikn­um Ani­mal Cross­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert