Léttist um 20 kíló í VR-tölvuleik

„Ég er búinn að léttast um 20 kíló frá því ég keypti þetta,“ segir Hafliði Örn Ólafsson, eða „Flati“ eins og hann er gjarnan kallaður, um VR-headset-ið sitt. 

Flati var nýjasti gestur þáttarins SETTÖPP, þar sem tölvuleikjaaðdáendur eru heimsóttir og spurðir spjörunum úr um aðstöðuna sína – settöppið.

Flati keypti VR-headset, sem er í raun tölvuleikir í sýndarveruleika. Þar getur hann labbað um í íbúðinni sinni og hreyfist í tölvuleiknum, en skynjarar í loftinu greina hvar hann gengur um.

Leikurinn Beatsaber er sá sem hann spilar mest en sjá má dæmi í stiklunni hér að ofan.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér:

SETTÖPP er nýr þáttur rafíþróttavefs mbl.is þar sem hinir ýmsu tölvuleikjaunnendur fá heimsókn og sýna tölvuleikjaaðstöðuna – settöppið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert