Öðruvísi borðstofa í Hólunum

Borðstofan er mörgum hjartans mál, enda mikilvægt að heilla góða gesti í matarboðum. Vanda skal því valið þegar kemur að borðstofuborði og stólum.

Hafliði Örn Ólafsson, eða „Flati“ eins og hann er gjarnan kallaður, gerði nákvæmlega það þegar hann keypti sér íbúð í Hólunum. Borðstofan hans er þó hönnuð fyrir meira en bara matarboð.

Borðstofuborðið skartar fyrirtaks stólum.
Borðstofuborðið skartar fyrirtaks stólum. mbl.is/Ari

Flati var nýjasti gestur þáttarins SETTÖPP.

„Hérna er borðspilasettöppið,“ segir Flati er gengið er inn í borðstofuna. Þar blasir við hefbundið borðstofuborð en óhefðbundnari stólar.

Hér hafa verið haldin ófá lönin og spilakvöldin?

„Já og alls konar útsendingar,“ segir hann en hann heldur meðal annars Flata-deildina, Íslandsmeistaramótið í leiknum Leage of legends.

Flati vinnur fyrir bandaríska tæknirisann Netapp.
Flati vinnur fyrir bandaríska tæknirisann Netapp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnur hjá bandarískum tæknirisa

„Þetta er svona heimaskrifstofan,“ segir hann þá en hann vinnur hjá skýjahýsingar-risanum Netapp.

Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, er með 90 manna skrifstofu hér á landi og er það þriðja stærsta sinnar tegundar í heimi.

Síðasta púslið vantar þó.
Síðasta púslið vantar þó. mbl.is/Ari

Flati hefur kost á að geta unnið heima og vinnur því stundum við umrætt skrifborð. „Ég kem hingað ef ég nenni ekki að fara niður á skrifstofu,“ segir hann og bætir við:

„Eða ef mig langar að púsla,“ og sýnir þúsund púsla Harry Potter-púslið sem hann hafði nýverið lokið við.

Fjórða og síðasta settöpp Flata er í stofunni. Þar hefur hann varpað upp á vegg því sem er að gerast í tölvunni og tengt fjarstýringar við. Geta vinirnir því setið og spilað í rólegheitunum, sem þeir gera oft.

Allan þáttinn má sjá hér:

SETTÖPP er nýr þáttur rafíþróttavefs mbl.is þar sem hinir ýmsu tölvuleikjaunnendur fá heimsókn og sýna tölvuleikjaaðstöðuna – settöppið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert