13 faldur Íslandsmeistari í keilu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:40
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:40
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hafliði Örn „Flati“ Ólafs­son, hef­ur skapað sér gott orð inn­an tölvu­leikja­sam­fé­lags­ins á Íslandi, en hann sér um Flata­deild­ina í Lea­ge of Le­g­ends.

Deild­in heit­ir eft­ir hon­um og á sér sögu: Þegar það vantaði styrkt­araðila fyr­ir ís­lensku úr­valds­deild­ina í leikn­um tók hann sig til og styrkti hana úr eig­in vasa. 

Glæst­ur fortíðarfer­ill

Þú ert ekki bara góður í tölvu­leikj­um, þú ert líka góður í keilu?

Flati glott­ir en jánk­ar svo:

„Ég var það alla­vega.“

Flati á sér glæstan feril í keilu en vinnur nú …
Flati á sér glæst­an fer­il í keilu en vinn­ur nú hjá banda­rísku tæknifyr­ir­tæki. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Flati keppti bæði hér heima og er­lend­is og vann til 13 Íslands­meist­ara­titla á ferl­in­um. Hætti síðan vegna meiðsla.

Nú vinn­ur Flati hjá banda­ríska tækn­iris­an­um Netapp og stær­ir sig af tölvu­leikjaaðstöðu sem marga dreym­ir um. Hann sýn­ir medal­í­urn­ar í stiklunni fyr­ir ofan.

Þátt­inn í heild sinni má finna hér:

SETTÖPP er nýr þátt­ur rafíþrótta­vefs mbl.is þar sem hinir ýmsu tölvu­leikjaunn­end­ur fá heim­sókn og sýna tölvu­leikjaaðstöðuna – settöppið.

Flati með tölvuleikjaaðstöðunni sem fræg er orðin.
Flati með tölvu­leikjaaðstöðunni sem fræg er orðin. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert