Hafliði Örn „Flati“ Ólafsson, hefur skapað sér gott orð innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, en hann sér um Flatadeildina í Leage of Legends.
Deildin heitir eftir honum og á sér sögu: Þegar það vantaði styrktaraðila fyrir íslensku úrvaldsdeildina í leiknum tók hann sig til og styrkti hana úr eigin vasa.
Þú ert ekki bara góður í tölvuleikjum, þú ert líka góður í keilu?
Flati glottir en jánkar svo:
„Ég var það allavega.“
Flati keppti bæði hér heima og erlendis og vann til 13 Íslandsmeistaratitla á ferlinum. Hætti síðan vegna meiðsla.
Nú vinnur Flati hjá bandaríska tæknirisanum Netapp og stærir sig af tölvuleikjaaðstöðu sem marga dreymir um. Hann sýnir medalíurnar í stiklunni fyrir ofan.
Þáttinn í heild sinni má finna hér:
SETTÖPP er nýr þáttur rafíþróttavefs mbl.is þar sem hinir ýmsu tölvuleikjaunnendur fá heimsókn og sýna tölvuleikjaaðstöðuna – settöppið.