Íslenska landsliðið byrjaði af krafti

Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch.
Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch. Grafík/Karl Vinther

Fyrsti leikur Íslendinga í Contenders-mótaröðinni er afstaðinn og gaf íslenska landsliðið, Beau Monde Cohort, ekkert eftir. 

Liðið sannaði heldur en ekki styrk sinn í gær þegar það mætti Regen EU Academy, en BMC gekk frá borðinu eftir 3:1 sigur gegn Regen. 

BMC byrjaði því mótið af krafti þrátt fyrir að hafa lent í erfiðum riðil, og þar að auki verandi nýliðar í deildinni. Liðið er bara nýkomið í Contenders-mótaröðina eftir að hafa spilað sig upp úr Open Division-keppninni.

Hörð barátta í kvöld

Í kvöld mun BMC mæta Team PEPS sem er mjög öflugt lið með fjórum fyrrverandi League-leikmönnum, Benbest, FDGod, Logix og Naga.

Ljóst er að baráttan í kvöld verði hörð en leikmenn BMC eru heldur engin lömb að leika við og ætla að mæta í leikinn tilbúnir.

Þá byrjar BMC á upphitunarleik klukkan 17:00 og fara beint úr upphitun í leikinn. 

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert