Fjórða tímabilið í Shadowlands er hafið

Fjórða tímabilið í World of Warcraft Shadowlands er hafið.
Fjórða tímabilið í World of Warcraft Shadowlands er hafið. Grafík/Activision Blizzard

Fjórða tíma­bilið í World of Warcraft Shadow­lands er hafið og fel­ur í sér end­ur­komu átta dýflissa frá fyrri aukapökk­um, ný verðlaun og fleira.

Í hverri viku mun ein af þrem­ur Shadow­lands-ráns­ferðum vera merkt sem „Fated“. Þær ráns­ferðir eru Castle Nathria, Sanct­um of Dom­inati­on og Sepu­lcher of the First Ones og munu enda­karl­ar þeirra einnig vera „Fated“.

Ný verðlaun sem leik­menn geta unnið sér inn eru meðal ann­ars nýr reiðskjóti, nýr tit­ill, fjar­skipta­græj­ur (e. teleport­er) og fleira.

Nán­ar um þetta má lesa hér í færslu frá Blizz­ard en hér að neðan er kynn­ing­arstikla um fjórða tíma­bilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert