Drepur endakarl samstundis með gloppu

Hinn skelfilegi Jailer í World of Warcraft.
Hinn skelfilegi Jailer í World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Gloppa í World of Warcraft Shadow­lands ger­ir Mage-klöss­um kleift að drepa enda­karl­ana í Sepu­lcher of the First Ones sam­stund­is.

Efn­is­höf­und­ur­inn Rextroy vakti at­hygli á þess­arri gloppu sem ger­ir Mage-klöss­um að drepa enda­karla í ráns­ferðum með einu skoti.

Stela buff­um frá öðrum

Glopp­an er tengd Spell­steal, hæfi­leika sem Mage-klass­ar hafa og ger­ir þeim kleift að stela buffi frá skot­mark­inu. Nokkr­ar óspil­an­leg­ar per­són­ur eru með buffið Fungal Bloom, sem eyk­ur skaðagetu um 25% í 25 sek­únd­ur.

Þá geta Mage-klass­ar stolið buff­inu og hlaðið mörg­um slík­um á sig. Næsta skref væri að fjarflytja sig inn í ráns­ferðina og skjóta á enda­karl­inn. Með nógu mörg­um Fungal Bloom-buff­um verður skaðaget­an svo há að enda­karl­inn deyr sam­stund­is.

Þar sem buffið gild­ir aðeins í 25 sek­únd­ur þurfa leik­menn hins­veg­ar að hafa hraðar hend­ur til þess að ná þessu.

Nán­ar um þetta og hvernig Rextroy fór að má horfa á í mynd­band­inu hér að neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert