Gloppa í World of Warcraft Shadowlands gerir Mage-klössum kleift að drepa endakarlana í Sepulcher of the First Ones samstundis.
Efnishöfundurinn Rextroy vakti athygli á þessarri gloppu sem gerir Mage-klössum að drepa endakarla í ránsferðum með einu skoti.
Gloppan er tengd Spellsteal, hæfileika sem Mage-klassar hafa og gerir þeim kleift að stela buffi frá skotmarkinu. Nokkrar óspilanlegar persónur eru með buffið Fungal Bloom, sem eykur skaðagetu um 25% í 25 sekúndur.
Þá geta Mage-klassar stolið buffinu og hlaðið mörgum slíkum á sig. Næsta skref væri að fjarflytja sig inn í ránsferðina og skjóta á endakarlinn. Með nógu mörgum Fungal Bloom-buffum verður skaðagetan svo há að endakarlinn deyr samstundis.
Þar sem buffið gildir aðeins í 25 sekúndur þurfa leikmenn hinsvegar að hafa hraðar hendur til þess að ná þessu.
Nánar um þetta og hvernig Rextroy fór að má horfa á í myndbandinu hér að neðan.