Gefa sýnishorn af væntanlegum dýflissum

The Azure Vault er dýflissa í World of Warcraft Dragonflight.
The Azure Vault er dýflissa í World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Activision Blizzard

Með hverjum aukapakka í tölvuleiknum World of Warcraft fylgja nýjar og framandi áskoranir fyrir leikmenn til þess að takast á við.

Þróunaraðilarnir sem vinna í nýjasta aukapakkanum, Dragonflight, birtu nýlega sýnishorn af átta dýflissum sem munu fylgja Dragonflight.

Tvenns konar tilgangur

Fjórar af þeim eru dýflissur til þess að safna reynslustigum og hækka um reynsluþrep á meðan hinar fjórar eru fyrir leikmenn í hæsta reynslustigi.

Reynsludýflissurnar heita Ruby Life Pools, Brackenhide Hollow, The Nokhud Offensive og Uldaman: Legacy of Tyr. 

Dýflissurnar Neltharus, The Azure Vault, Halls of Infusion og Algeth'ar Academy eru fyrir leikmenn í hæsta reynsluþrepi.

Nánar um þetta má lesa í bloggfærslu frá Blizzard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert