Nýjasti aukapakkinn í World of Warcraft, Dragonflight, er kominn nokkuð langt á leið í þróun en sjötti fasi Alpha-stigsins fór af stað fyrir helgi.
Líkt og áður hefur verið greint frá eiga leikmenn von á talsverðum breytingum innanleikjar. Þróunaraðilar hafa meðal annars kynnt nýtt hæfileikatré til leiks og leyft aðdáendum að fylgjast með þróuninni.
Dragonflight kemur út síðar á þessu ári en forvitnir leikmenn sem vilja prófa að setja saman hæfileikatré persóna sinna með nýja kerfinu geta gert það á wowhead með sérstakri reiknivél sem þar er að finna.
Leikmenn geta sett saman hæfileikatré allra klassa og þar á meðal hæfileikatré Dracthyra Evokers, sem er nýr klassi og kynþáttur í World of Warcraft sem eru bundnir saman.