Það styttist óðum í útgáfu Dragonflight, nýjasta aukapakkans í World of Warcraft, og hefur Blizzard í tilefni þessi ákveðið að gefa Shadowlands-aukapakkann.
Fram að 5. september mun Blizzard gefa World of Warcraft-leikmönnum sem ekki eiga Shadowlands nú þegar aukapakkann ásamt persónubústi upp að reynsluþrepi 50.
Er þetta því kjörið tækifæri fyrir eldri World of Warcraft-leikmenn til þess að dusta rykið af lyklaborðinu og taka upp músina á ný.
Blizzard virðist vilja sækja gömlu leikmennina sína með þessu, þar sem aðeins þeir sem hafa keypt einhvern af fyrri aukapökkum í World of Warcraft geta náð sér í frítt eintak af Shadowlands.
„Lífið að handan bíður þín, hetja!“ segir í tilkynningu frá Blizzard um þetta.
Dragonflight kemur út síðar á þessu ári en Wrath of the Lich King í World of Warcraft Classic kemur út í næsta mánuði.