Lich King lendir í Azeroth eftir helgi

Wrath of the Lich King snýr aftur í World of …
Wrath of the Lich King snýr aftur í World of Warcraft Classic. Grafík/Activision Blizzard

Lich King í World of Warcraft snýr aft­ur á miðviku­dag­inn þegar forút­gáfa Wr­ath of the Lich King fyr­ir World of Warcraft Classic kem­ur út.

Með út­gáfu Wr­ath of the Lich King í Classic fá leik­menn svo­kallað „nýtt upp­haf“ með nýj­um netþjón­um ef þeir vilja.

Nýju netþjón­arn­ir eru ætlaðir leik­mönn­um sem vilja upp­lifa það að búa sér til nýja per­sónu og spila við hlið annarra leik­manna án þess að líða eins og þeir séu efti­rá í leikn­um.

Þess­ir netþjón­ar koma með nokkr­um skil­yrðum, til dæm­is verður ekki hægt að bú­sta per­són­una á þeim eða færa per­sónu frá öðrum netþjón yfir á þessa í að lág­marki 90 daga.

Nýr kynþátt­ur og ný hliðar­kunn­átta

De­ath Knig­ht-per­són­ur koma einnig með út­gáfu Wr­ath of the Lich King en ekki verður hægt að búa til slíka per­sónu á netþjón­um með nýju upp­hafi án þess að vera nú þegar bú­inn að koma per­sónu á þeim netþjón upp í reynsluþrep 55.

Leik­menn geta einnig byrjað að safna af­rek­um með forút­gáfu Wr­ath of the Lich King og til­einkað sér Inscripti­on-hliðarkunn­átt­una.

Forút­gáf­an fer í loftið á miðviku­dag­inn þann 31. ág­úst en al­menn út­gáfa verður gef­in út þann 14. sept­em­ber.

Nán­ar um þetta má lesa í færslu frá Blizz­ard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert