Lich King lendir í Azeroth eftir helgi

Wrath of the Lich King snýr aftur í World of …
Wrath of the Lich King snýr aftur í World of Warcraft Classic. Grafík/Activision Blizzard

Lich King í World of Warcraft snýr aftur á miðvikudaginn þegar forútgáfa Wrath of the Lich King fyrir World of Warcraft Classic kemur út.

Með útgáfu Wrath of the Lich King í Classic fá leikmenn svokallað „nýtt upphaf“ með nýjum netþjónum ef þeir vilja.

Nýju netþjónarnir eru ætlaðir leikmönnum sem vilja upplifa það að búa sér til nýja persónu og spila við hlið annarra leikmanna án þess að líða eins og þeir séu eftirá í leiknum.

Þessir netþjónar koma með nokkrum skilyrðum, til dæmis verður ekki hægt að bústa persónuna á þeim eða færa persónu frá öðrum netþjón yfir á þessa í að lágmarki 90 daga.

Nýr kynþáttur og ný hliðarkunnátta

Death Knight-persónur koma einnig með útgáfu Wrath of the Lich King en ekki verður hægt að búa til slíka persónu á netþjónum með nýju upphafi án þess að vera nú þegar búinn að koma persónu á þeim netþjón upp í reynsluþrep 55.

Leikmenn geta einnig byrjað að safna afrekum með forútgáfu Wrath of the Lich King og tileinkað sér Inscription-hliðarkunnáttuna.

Forútgáfan fer í loftið á miðvikudaginn þann 31. ágúst en almenn útgáfa verður gefin út þann 14. september.

Nánar um þetta má lesa í færslu frá Blizzard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert