Opna skráningu í Almenna í Overwatch

Almenni Bikarinn í Overwatch.
Almenni Bikarinn í Overwatch. Grafík/Karl Vinther

Almenni Bikarinn í Overwatch er að fara aftur af stað eftir sumarið og er skráning í Almenna Helgarmótið 2 í Overwatch nú opin.

Helgarmótið 2 í Overwatch er hluti af mótaröð Almenna Bikarsins og skiptist niður í tvær deildir, þá opna- og úrvalsdeild. Er þetta síðasta mótið í Almenna þar sem keppt verður í Overwatch 1 þar sem Overwatch 2 kemur út í október.

Skráning í Opnu deildina er opin fram á miðvikudag, 7. september, en skráning í Úrvalsdeildina er opin fram að 14. september.

Geta spilað sig upp í Úrvalsdeildina

Viðureignir í Opnu Deildinni eru spilaðar næstu helgi, 10. og 11. september og fær sigurvegari Opnu deildarinnar tækifæri til þess að keppa á Úrvalsdeildarmótinu.

Viðureignir í Úrvalsdeildinni eru spilaðar seinni helgina, 17. og 18. september.

Keppendur geta, líkt og áður, valið um að skrá heilt lið til leiks eða sem einstaklingur. Nánari upplýsingar sem og skráningu má nálgast með því að fylgja þessum hlekk

Kynnast öðrum spilurum

Áhugasamir geta einnig nálgast upplýsingar eða komið sér í samband við aðra íslenska Overwatch-spilara í gegnum Discord-rás íslenska Overwatch-samfélagsins, eða jafnvel með því að kíkja á Overwatch-mótið í dag.

Helgarmót í Overwatch hefst í hádeginu í dag en það er óháð Almenna Bikarnum. Mótið hefst klukkan 12:30 og verður keppt fram á kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert