Arena-deildin hefur göngu sína á miðvikudaginn en á tímabilinu etja kappi átta af sterkustu liðum Íslands í Rocket League.
Keppnistímabilið í úrvalsdeildinni stendur yfir í sjö vikur. Öll átta liðin mætast í tvígang.
Sex efstu lið deildarkeppninnar mætast síðan í úrslitakeppni þegar deildarkeppni er lokið. Þá verður sigurvegarinn krýndur Íslandsmeistari í Rocket League.
Liðið sem endar í sjöunda sæti í deildarkeppninni fer í umspil um sæti sitt í Arena-deildinni á næstu leiktíð. Hins vegar dettur liðið í áttunda sæti niður í fyrstu deild.
Í Arena-deildinni mætir ríkjandi Íslandsmeistari, LAVA Esports, nokkrum nýliðum. Liðin BluelaGOONS og Pushin P. eru hvort um sig að keppa í deildinni í fyrsta sinn.
Liðin sem keppa í deildinni eru eftirfarandi:
LAVA esports
Midnight Bulls
Breiðablik
Þór
354 eSports
Breaking Sad
BluelaGOONS
Pushin P.
Sýnt verður frá viðureignum deildarinnar tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum klukkan 19:30.
Hægt verður að fylgjast með viðureignunum í beinni útsendingu á Twitch-rás Rocket League-samfélagsins á Íslandi. Þar fyrir utan verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á föstudögum á Stöð2 Esports.