Dragonflight kemur fyrr en búist var við

World of Warcraft: Dragonflight er níundi aukapakkinn í World of …
World of Warcraft: Dragonflight er níundi aukapakkinn í World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Blizz­ard staðfesti út­gáfu­dag Dragon­flig­ht, nýj­asta aukapakk­ans í tölvu­leikn­um World of Warcraft, með nýrri stiklu í gær. Vert er að nefna að þetta er ní­undi aukapakki leiks­ins frá því hann kom út, fyr­ir 18 árum síðan.

Þann 28. nóv­em­ber kem­ur Dragon­flig­ht út og geta leik­menn þá fengið að prófa nýj­asta kynþátt­inn, Dract­hyr Evo­kers.

Temja, ríða og sér­sníða dreka

Með aukapakk­an­um fylg­ir fjöldi breyt­inga á ýms­um atriðum, má þar nefna breyt­ing­ar á hæfi­leika­trjám, val­mynd, upp­boðshús­inu.

Ný hliðar­kunn­átta verður einnig kynnt til leiks ásamt sér­sníðan­leg­um dreka-reiðskjót­um, en þá er að finna á Dreka­eyj­un­um.

Leik­menn geta þá heim­sótt Dreka­eyj­arn­ar og tamið, riðið og sér­sniðið drek­ana sem finn­ast á eyj­un­um.

Hér að neðan má horfa á kynn­ing­arstikluna sem Blizz­ard birti í gær en nán­ar um út­gáfu Dragon­flig­ht og hvers má vænta má finna í blogg­færslu frá Blizz­ard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert