Ástbjört Viðja
Tölvuleikurinn Overwatch 2 frá Blizzard er nú kominn í loftið, aðdáendum til mikillar ánægju, en honum fylgja nokkrar breytingar.
Aðdáendur Overwatch hafa lengi beðið eftir leiknum. Overwatch 2 er liða- og hasarleikur sem gerist í framtíðinni en í Overwatch 2 standa liðin saman af fimm leikmönnum í stað sex, líkt og í fyrri leiknum.
Leikurinn er gjaldfrjáls til spilunar og býður upp á blandaða spilun (e. crossplay) ásamt blönduðum árangri (e. cross progression).
Hægt er að velja um fleiri en 30 hetjur til þess að spila, þá bæði nýjar sem eldri.
Nánar um leikinn má lesa, skoða eða jafnvel prófa með því að fara inn á heimasíðu Overwatch.